Arda
Bókmenntir Tolkien's
John Ronald Reuel Tolkien er einn besti rithöfundur allra tíma og hefur unnið helling að verðlaunum og er oft kallaður faðir fantasíunnar, því hann var með þeim fyrstu að búa til allgerlega ólíkan heim með allskonar spennandi tungumálum og verum. Þar til að Tolkien varð rúmlega sextugur vann hann sem Anglo-Saxon Prófessor í Oxford Háskólanum. Þar stofnaði hann bókmenntaklúbbinn the Inklings þar sem bókmennta áhugamenn komu og hittust, drukku, borðuðu og töluðu saman á litlum pöbb. Þar kynntust Tolkien og C.S. Lewis og urðu mjög góðir vinir. Vinirnir voru mikið í því að rökræða við hvorn annan og gefa hvorn örum ráð um bókmenntir. 1930 Byrjar Tolkien á Hobbitanum. Hann var að fara yfir leiðinlegt og erfitt próf, en fór samt yfir hvert einasta smáatriði. Þegar bunkinn af prófunum var hálfnaður, hallar hann sér aftur í stólinn að fara fá sér í pípu tekur hann eftir holu í gólfteppinu, hann lagði pípuna niður og teygði sér eftir blaði sem einn nemandinn hafði skilið autt, og skrifar ,,Í jarðholu nokkurri bjó hobbiti”. Á þessari stund hafði Tolkien ekki hugmynd afhverju hann skrifaði þetta, en hann vissi með þessari einföldu setningu hafði hann skrifað eitthvað áhugavert. Síðan tók það við að útskýra hvernig hobbitar eru. Með þessari setningu sem var skrifuð útaf leiðindum varð til þess að síðari verk hans komu eins og The Hobbit, Lord of the Rings, Silmarillion og fjölda annarra greinagerða um Arda og Middle Earth. Fyrst ætlaði hann ekki að gefa Hobbitann út en hann senti frænku sinni frumrit af bókinni og einhvernveginn endaði bókin hjá útgefanda. Hobbitinn varð gríðarlega vinsæl svo útgefandinn krafðist þess að Tolkien myndi koma út með aðra bók í framhaldi við Hobbitann, og þá byrjaði hann að skrifa Hringadróttinssögu sem tók 12 ár og var gefin út í þremur bindum 1954 og 1955. Tolkien fékk innblástur úr svo mörgu eins og gamalli enskri sögu, Eddu sögu, Sigurður Fáfnisbani, seinni heimstyjiöldina og Ragnarök. Hann segir að Hobbitar sé nokkurnveginn samblanda af Englendingum því þeir elska mat og Íslendingum þvi við elskum náttúruna. Eftir Andlát Tolkiens 1973 tók Christopher, sonur hans við ókláruðum bókmenntum föður síns, sumt þurfti að bæta aðeins við en margt var full klárað. Eins og gamla enska ljóðið Beowolf sem Tolkien byrjaði að þýða árið 1920 en gefið út 2014, bókin Silmarillion og Children of Húrin kláraði Christopher einnig og gaf út. Tolkien sjálfur var haldinn talsverðri fullkomnunaráráttu og gat ekki með nokkru móti sent frá sér efni nema það væri algjörlega fullkomið. Þess vegna náði hann ekki að gefa þetta út sjálfur áður en hann lést. Honum fannst einfaldlega ekki tími til þess.

Bækur Tolkien's
1922 A Middle English Vocabulary
1925 Sir Gawain & The Green Knight
1937 The Hobbit
1945 Leaf by Niggle
1945 The Lay of Aotrou and Itroun
1953 The Homecoming of Beorhtnoth Beorhthelm's Son
The Lord of the Rings
1954 The Fellowship of the Ring
1954 The Two Towers
1955 The Return of the King
1962 The Adventures of Tom Bombadil
1964 Tree and Leaf
1966 The Tolkien Reader
1967 The Road Goes Ever On
1967 Smith of Wootton Major
1966 The Tolkien Reader
Gefið út og sett saman af Christopher Tolkien.
1976 Sir Gawain & The Green Knight
1977 Silmarillion
1980 Unfinished Tales of Numenor and Middle-earth
1981 Letters of J.R.R. Tolkien
1984 The Book of Lost Tales
1985 The Lays of Beleriand
1986 The Shaping of Middle-earth
1987 The Lost Road and Other Writings
1988 The Return of the Shadow
1989 The Treason of Isengard
1990 The War of the Ring
1992 Sauron Defeated
1993 Morgoth’s Ring
1994 The War of the Jewels
1996 The Peoples of Middle-earth
1997 Tales from the Perilous Realm
2007 The Children of Húrin
2009 The Legend of Sigurd and Gudrún
2013 The Fall of Arthur.
2014 Beowulf: A Translation and Commentary, together with Sellic Spell