Arda
Hvað er Arda og hvernig varð hún til?
Í upphafi var Eru Ilúvatar, æðsta veran sem bjó til allt úr tóminu. Ilúvatar byrjaði með því að búa til verur sem voru kallaðar Ænúar, verurnar fylgdu Ilúvatar og sungu með honum, söngurinn var kallaður Ainulindalë. Fallega tónlistin gerði Ilúvatar afar hamingjusaman þar til hljómurinn var brotinn af Melkor, sem var æðstur af öllum Ænúunum. Melkor fór að vefa sumum hugsunum sínum í tónlistina og jafnskjótt komu upp ómstríðir hljómar út frá honum. Þar byrjaði stríð hljómanna. Ilúvatar var ósáttur með Melkor, svo Ilúvatar ákvað að búa til annað lag, en aftur náði Melkor að spilla því. Ilúvatar bjó þá til þriðja lagið, flóknara en það á undan. Tónlistin varð þá of flókinn fyrir Melkor og þegar Ilúvatar spilaði seinustu nótuna þagnaði allt. Ilúvatar skildi Ænúana eftir í dálitla stund og fór útí tómið, en þegar hann kom til baka sýndi hann þeim hvað tónlistin þeirra gæti búið til, hann sýndi þeim Arda og Middle Earth, menn og álfa, börn Ilúvatar. Hann sýndi þeim hvað hver og einn gæti gert, einnig það illa frá Melkor. Þegar Illúvatar var búinn að sýna þeim hvað þeir gætu búið til, voru Ænúarnir himinlifandi og lönguðu að búa þessa hluti og verur til, en Melkor var reiður og fór sína eigin leið. Ilúvatar var glaður með þáttöku Ænúanna og bjó til það sem við köllum alheiminn eða Eä. Síðan skapaði hann jörðina eða Arda og bauð Ænúunum velkomna þangað, með einu skilyrði að þeir máttu aldrei koma aftur í tómið, nema ef allt sem þau höfðu búið til hafði dáið út.
Langflestir fóru til Eä en þar skiptust þeir í tvo hópa, þeir sem voru sterkari kölluðust Valar og þeirri veikari Maiar. Þeir mótuðu löndin og sjóinn eins og þeim hentaði. Melkor steig einnig inn í Eä og þráði vald yfir allt, hann eyðilagði, með hjálp stóru köngulárinnar Ungoliant, Tréin Tvö sem Vala Yavanna söng til lífs. Tréin lýstu ljósi yfir Valinor, og Ungoliant drakk vatnið undir Trjánum þar sem safnaðist allkonar úrgangur úr Trjánum sem Vala Varda safnaði til þess að búa til stjörnur. Melkor flúði Valinor yfir hættulegu ís brúna Helcaraxe til Middle Earth. Ænúarnir vildu bjóða álfana velkomna með því að gefa þeim ljós í Middle Earth, svo þeir sköpuðu tvo lampa, Illuin í norðri (himinn-blár í Quenya) og Ormal (skær-gilltur) í suðri. Melkor var sá fyrsti að vita af vakningu álfanna og reyndi að sannfæra þá um að Ænúarnir væru illir og vildu meiða þá. Melkor einnig veiddi álfa og kom með þá til Utumno sem var hans höll og breytti þeim í Orka. Nokkrum árum seinna byggði Melkor Angband í Málm Fjöllunum vestan við Utumno og var stjórnað af Sauron sem var hægri hönd Melkors. Álfarnir voru of tengdir náttúrunni svo Ilúvatar skapaði menn, þeir voru ekki nærrum því jafn glæsilegir og álfar en voru samt í uppáhaldi hjá Ilúvatar. Mennirnir voru þeir sem komu hlutunum í gang og kannski þess vegna voru þeir í uppáhaldi hjá Ilúvatar og verðlaunaðir með stuttu lífi. The Great Battle eða The War of Wrath byrjaði og álfar, dvergar, menn og Valar börðust á móti Melkor. Ekki leið á löngu fyrr en allur her Morgoth’s úr Angband var útrýmdur en nokkrir Balrogar flúðu langt ofaní jörðina, og seinast var Melkor drepinn.
Sauron kom til Arda við byrjun tímans og var Maiar, hann vann fyrir smiðinn Aule Vala. Undir kennslu Aule lærði hann mikið um smíði, reglur og fullkomnum sem seinna varð því að verkum að hann snéri baki í Valan og varð hjálparmaður Melkors. En eftir að Melkor dó tók Sauron við og byrjaði að byggja upp nýjan her til að berjast við börn Ilúvatar á annarri öldinni. Um þennan tíma dulbjó hann sig sem álf og blekkti álfasmiðinn Celebrimbor til að smíða 19 máttuga hringa sem Sauron smitaði með illsku sinni. Þrír hringir fyrir álfana, sjö fyrir dvergana og níu fyrir menn. Einnig gerði Sauron annann Hring, einn hring til að stjórna öllum hinum, hann setti allann sinn kraft í hringinn svo hann gat ekki lifað án hans. Sauron gat hvorki stjórnað mönnum né dvergum svo hann reyndi að spilla mönnunum, sem heppnaðist og þeir urðu The Nazgûls, eða Svörtu Riddararnir. Sauron notaði Hringinn og sinn myrkva her til stríðs aftur við börn Ilúvatar, menn og álfa. En Dúnedainarnir sigruðu á Sauron og bundu hann við keðjur í neðstu dýflísu Númenors. En þann tíma sem hann eyddi í dýflísunni náði hann með Hringnum að heilaþvo seinasta konung Númenors til að fara til The Undying Lands og eyðileggja landið og ráðast á Valana. Í niðurstöðu af því sökk Eru Ilúvatar Númenor eyjunni og lifti The Undying Lands upp og aðins fáir vissu leiðina þangað. Leiðin var kölluð Beini Vegurnn. Við sökk eyjunnar náði Sauron að sleppa til Mordor, til að endurbyggja styrk sinn. Enn og aftur kom annað stríð, The War of the Last Alliance sem var á milli frjálsa fólksins í Middle Earth og hersins úr Mordor. Elendil, konungur Gondors var myrtur en sonur þeirra Isildur tók upp brotið sverð, Narsil, föður síns og skar fingurinn af Sauron og með því datt hringurinn og líkami Saurons hvarf. Isildur hafði tækifæri til þess að eyða hringnum í eldfjallinu Mount Doom, en Hringurinn var búinn að ná völdum yfir Isildur. Andi Saurons lifði af og tók á sig form í Barad-Dúr. Isildur tyndi Hringnum og á þriðju öldinni fann Hobbitinn Smeagol hringinn sem seinna breyttist í Gollum. Ekki svo löngu síðar finnur Bilbo Baggins Hringinn sem endar í höndum Frodo Baggins hobbita. Frodo og vinur hans Samwise Gamgee tóku við sér langa og erfiða ferð til að eyða Hringnum í eldi Mount Doom og þá var Sauron endanlega tortýmt.







